fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Ríkisstjórinn hélt að þetta væri grín – Tupac Shakur þurfti atvinnuleysisbætur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 15:15

Tupac Shakur. Mynd:InSapphoWeTrust

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Beshear, demókrati og ríkisstjóri í Kentucky í Bandaríkjunum, neyddist nýlega til að biðjast afsökunar eftir að hafa sakað 46 ára gamlan mann, Tupac Shakur, um að reyna að svíkja atvinnuleysisbætur út úr kerfinu með því að nota rangt nafn.

Umræddum Tupac Shakur brá mikið þegar Beshear nefndi hann og fleiri sérstaklega á nafn þegar hann ræddi um tilraunir fólks til að svíkja út atvinnuleysisbætur eftir að COVID-19 faraldurinn skall á.

Shakur er nafni hins látna rappara Tupac Shakur og því grunaði yfirvöld að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þegar hann sótti um atvinnuleysisbætur.

„Það var einn sem sótti um atvinnuleysisbætur undir nafninu Tupac Shakur hér í Kentucky. Hann hélt kannski að hann væri fyndinn, líklega gerði hann það. En fólk eins og hann gerir að verkum að við þurfum að fara í gegnum alltof margar umsóknir.“

Sagði Beshar við fréttamenn.

En Shakur var ekki að reyna að svíkja fé út úr ríkinu. Hann starfaði sem kokkur og missti vinnuna þegar heimsfaraldurinn og allt honum tengt skall á.

Shakur, sem ber einnig millinafnið Mali, sagðist hafa brugðið mjög þegar hann heyrði orð ríkisstjórans og krafði hann um afsökunarbeiðni. Hana fékk hann því Beshear hringdi í hann og baðst afsökunar. Shakur fyrirgaf honum í kjölfarið og sagðist vita að ríkisstjórinn hefði í mörg horn að líta og mistök gætu átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla
Pressan
Í gær

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni

Starfsmaður japönsku keisarafjölskyldunnar rekinn – Stal reiðufé frá fjölskyldunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn

Trump ætlar að gefa öðrum flóa nýtt nafn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja

Heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi byggt flókið net neðanjarðarbyrgja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“

Fékk vinabeiðni á Facebook eftir ferðalag til Egyptalands sem kollsteypti lífi hennar – „Ég fórnaði öllu – heimili mínu, börnum, fjölskyldunni“