fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Jane Goodall er ekki í vafa um hver á sök á heimsfaraldrinum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 07:01

Jane Goodall. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin heimsfræga vísindakona Jane Goodall, sem er nú 86 ára, er ekki í neinum vafa um hver ber ábyrgð á heimsfaraldri kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Goodall er þekkt fyrir baráttu sína í þágu dýraverndar og fyrir rannsóknir sína á öpum og þá sérstaklega simpönsum.

Hún kom fram í norsk/sænska spjallþættinum SKAVLAN í síðustu viku þar sem hún ræddi um veiruna skæðu.

„Ég tel sökina liggja hjá okkur mönnunum. Það eru engin vandamál með leðurblökur ef þær fá að vera í friði þar sem þær eiga heima. Vandinn er að við höfum ruðst inn á búsetusvæði þeirra. Við eyðileggjum skógana þar sem þær búa og þannig komumst við í nánari snertingu við þær.“

Sagði Goodall sem sagði að venjulega smiti leðurblökur önnur dýr þegar þau komast í nána snertingu við þau.

„Síðan kemur þetta dýr til okkar og skapar nýtt vandamál fyrir okkur en það er okkur að kenna.“

Sagði hún og gagnrýndi markaði þar sem lifandi dýr eru seld en kórónuveiran er talin eiga rætur að rekja til slíks markaðar í Wuhan í Kína.

„Meðferðin er hræðileg, það sama á við um aðstæður seljenda og kaupenda sem geta fengið skít, þvag og blóð á sig því dýrin eru oft drepin á þessum mörkuðum. Það eru þessir markaðir með villt dýr í Asíu, bush meat markaðir í Afríku og mikill landbúnaður sem eiga sök á mörgum sjúkdómum hjá okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Langseturnar gætu verið að drepa þig

Langseturnar gætu verið að drepa þig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi

Móðir og amma handteknar eftir að tveggja ára stúlka rannst ráfandi í skógi
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut

Ótrúlegt myndband sýnir þegar flugvél lenti á bíl á hraðbraut
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 1 viku

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum

19 ára drengur grunaður um að hafa reynt að ræna þremur börnum