fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Fundu tugi látinna í flutningabílum í New York

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að nágrannar höfðu kvartað undan miklum óþef frá útfararstofu í Brooklyn í New York fóru lögreglumenn á staðinn. Þeir fundu tugi líka sem voru geymd í tveimur flutningabílum við útfararstofuna. Voru líkin farin að rotna og því ekki að furða að nágrannar hafi kvartað undan óþef.

New York Times skýrir frá þessu. Í umfjöllun CNN um málið segir að einnig hafi verið kvartað undan vökva sem lak úr flutningabíl, sem stóð við The Andrew Cleckley Funeral Home, og hafi lögreglumenn fundið líkin í framhaldi af því og hafi þau verið í fjórum flutningabílum. CNN segir að útfararstofan hafi orðið uppiskroppa með pláss og hafi því notað sendibílana til að geyma lík í. Einn bílanna er að sögn ekki með kælibúnað og hafði CNN eftir heimildamanni að líkin hefðu verið geymd í ís.

Ekki er vitað hvort fólkið lést af völdum COVID-19 en vitað er að útfararstofur í New York hafa átt í miklum vandræðum með að takast á við þann gríðarlega fjölda dauðsfalla sem hafa orðið í borginni að undanförnu en þar hafa tæplega 18.000 dauðsföll af völdum COVID-19 verið staðfest fram að þessu.

Borgaryfirvöld eru með kælibíla á sínum snærum sem útfararstofur geta fengið að geyma lík í ef þörf krefur og var einn slíkur sendur að útfararstofunni svo hægt sé að flytja lík yfir í hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið

Fyrsta gervigreindarvélmenni Rússa afhjúpað – Tók þrjú skref og datt svo á andlitið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 1 viku

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja

Fór út um morguninn að bera út blaðið og kom svo að fjölskyldu sinni látinni – Martröðin var samt bara rétt að byrja
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn