fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Tengdasonur Noregskonungs í mótvindi – „Þetta er svo heimskulegt og sorglegt“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 3. apríl 2020 07:58

Martha prinsessa og Shaman Durek Verrett unnusti hennar. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni hefur unnusti Märtha Louise, Noregsprinsessu, komið sér í vandræði fyrir ummæli sín. Hann heitir Durek Verrett og er að eiginn sögn andlegur leiðbeinandi fólks og heilari. Hann hefur áður komst í sviðsljósið fyrir að segjast geta læknað krabbamein og fyrir að vilja „hreinsa“ kynfæri kvenna. Nú er hann kominn með lausnina á COVID-19 faraldrinum að eigin mati.

Verrett segir að hægt sé að vernda sig gegn faraldrinum með því að senda þulur út í alheiminn. Ekki eru allir sáttir við þetta og einn þeirra er Dan Larhammar prófessor við háskólann í Uppsala í Svíþjóð og formaður konunglegu sænsku vísindaakademíunnar. Í samtali við Svensk Dam skóf hann ekki utan af hlutunum:

„Þetta er eitt það versta sem ég hef heyrt. Maðurinn virðist vera kolruglaður. Þetta er svo heimskulegt og sorglegt. Það er skammarlegt að hann breiði boðskap sinn út til svo margra.“

Verrett hefur auglýst hugleiðsluæfingar sínar á Instagram og segir þær geta veitt fólki „innri styrk til að vernda sig sjálft og styrkja ónæmiskerfið. Þessar hugleiðslur munu vernda þig fyrir neikvæðum orkustraumum og veirum.“

Verrett sagði nýlega í bandaríska spjallþættinum „This morning“ að það hefði ekki komið honum á óvart að COVID-19 veiran herjaði nú á heimsbyggðina. Þetta hefði hann séð fyrir í bók sinni „Spirit Hacking“.

„Í shamanisme er svolítið sem við köllum The Blackout. Það snýst um að þróunarstig þar sem við neyðumst til að hittast og losa okkur við alla yfirborðslega hluti sem við setjum orku okkar í. Við neyðumst til að passa jörðina, hvert annað og dýrin. Þetta er fyrsti fasinn, þekktur sem „pestin“, hér köstum við eigingirninni frá okkur og áttum okkur á hvað er mikilvægt.“

Sagði hann í þættinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri