fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Útbúa 30.000 ný pláss í líkhúsum fyrir fórnarlömb COVID-19

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. apríl 2020 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld eru nú að láta útbúa 30.000 ný pláss í líkhúsum fyrir fórnarlömb COVID-19 faraldursins. Þetta hefur vakið töluverða athygli því undanfarna daga hafa embættismenn ýtt undir vonir um að nú sé farið að draga úr dauðsföllum af völdum veirunnar. Það er því ekki annað að sjá en að yfirvöld séu einnig undirbúin undir hið versta.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að stjórnvöld segi að hér sé aðeins um varúðarrástöfun að ræða en ekki vísbendingu um hversu margir er talið að muni látast af völdum veirunnar. Simon Clarke, ráðherra húsnæðismála og sveitastjórnarráðherra, sagði að vonast sé til að ekki þurfi að nota þessi rými en til þess að svo verði verði allir að leggja sitt af mörkum í baráttunn við veiruna.

Í gær höfðu rúmlega 16.000 manns látist af völdum COVID-19 á breskum sjúkrahúsum. Það stefnir því hraðbyri í að dauðsföllin verði fleiri en 20.000 en embættismenn höfðu vonast til að halda þeim undir 20.000.

Sir Jeremy Farrar, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um smitsjúkdóma, sagði í síðustu viku að Bretland gæti endað sem það Evrópuland sem fer verst út úr faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?