fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

New York slær sorglegt met

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. apríl 2020 05:49

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New York borg tilkynntu í nótt að 3.700 dauðsföll, til viðbótar þeim sem áður hafði verið tilkynnt um, megi væntanlega rekja til COVID-19. Þetta þýðir að tæplega 10.400 hafa látist af völdum COVID-19 í borginni.

Endurskoðaðar dánartölur koma eftir að yfirvöld ákváðu að taka þá með sem talið er að hafa látist af völdum veirunnar þrátt fyrir að ekki hafi verið staðfest að fólkið hafi verið smitað.

Frá 11. mars hafa því 10.367 látist af völdum veirunnar í borginni.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum nú í morgunsárið hafa rúmlega 26.000 látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum. Fjöldinn hefur tvöfaldast á einni viku. Á síðasta sólarhring létust um 2.600 af völdum veirunnar í Bandaríkjunum.

Tæplega 610.000 smit hafa verið staðfest í Bandaríkjunum. Það eru þrisvar sinnum fleiri smit en í nokkru öðru landi. Næstflest eru staðfest smit á Spáni eða um 172.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”

Ákvað að flytja úr landi og lét ChatGPT velja áfangastaðinn – „Það er eiginlega ótrúlegt að ég búi hér”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi

Sakamál: Þriggja barna móðir lifði tvöföldu lífi