fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Kynlífsiðnaðurinn í Danmörku finnur fyrir COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 21:00

Frá Kaupmannahöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

COVID-19 heimsfaraldurinn kemur illa við marga og einnig við þá sem stunda það sem stundum hefur verið sagt vera „elsta atvinnugrein heims“, það er vændi. Í Danmörku hefur vændismarkaðurinn nær algjörlega lognast út af vegna heimsfaraldursins.

Fimm stærstu „nuddstofur“ (vændishús) Kaupmannahafnar lokuðu strax í upphafi faraldursins og sárafáar vændiskonur eru að störfum á götum úti þessa dagana. Samkvæmt umfjöllun BT kemur þetta verst niður á konum sem standa illa að vígi félagslega.

Við venjulegar aðstæður eru mörg hundruð auglýsingar um „nuddþjónustu“ í Ekstra Bladet daglega en nú eru þær sárafáar, fingur beggja handa duga til að telja þær.

Að sögn „Estelle“, sem er talskona samtaka kvenna í kynlífsiðnaðinum, þá eru margir karlar sem gjarnan vilja kaupa vændi þessa dagana en það séu aðeins þær vændiskonur, sem eru verst settar félagslega, sem séu starfandi.

Reden í Kaupmannahöfn, er athvarf fyrir vændiskonur, og þar á bæ sér starfsfólkið mikla fækkun vændiskvenna sem eru að störfum þessa dagana. Götuvændi heyrir nær algjörlega sögunni til að sögn talsmanns Reden. Nokkrar danskar vændiskonur, sem tilheyra samfélagi fíkniefnaneytenda á Vesterbro, eru enn að störfum en annars er lítið um vændi.

Ekki er vitað með vissu hversu margar vændiskonur eru í Danmörku en hjá Reden er talið að þær séu um 3.000 og er þá miðað við upplýsingar athvarfsins og auglýsingar vændiskvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá

Starfsmaður líkbrennslu fékk í hendurnar líkkistu sem grunsamlegt hljóð heyrðist frá
Pressan
Í gær

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum