fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Skelfilegt ástand í Frakklandi vegna COVID-19 – Sjúklingar sendir til nágrannaríkja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram að þessu hafa 674 látist af völdum COVID-19 í Frakklandi. Í gær létust 112 af völdum veirunnar. Það var annan daginn í röð sem dánartalan fór yfir 100. Álagið á heilbrigðiskerfi landsins er mikið og í gær sagði Jerome Salomon, forstjóri franska landlæknisembættisins, að yfirvöld hefðu neyðst til að leita aðstoðar hjá nágrannaríkjum sínum.

Hann sagði að baráttan gegn COVID-19 snúist einnig um samstöðu og að skipuleggja sig á evrópskum og alþjóðlegum vettvangi.

„Ég vil senda kærar þakkir til Lúxemborgar, Sviss og Þýskalands sem taka á næstu klukkustundum á móti sjúklingum, sem þurfa að vera í öndunarvélum, í lífshættu frá austurhluta Frakklands.“

Austurhluti landsins hefur orðið verst úti í faraldrinum.

Í gær höfðu 7.240 Frakkar verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og þar af 1.746 á gjörgæslu.

Þá hafa veikindi heilbrigðisstarfsfólks færst í vöxt og eins og víða annarsstaðar er farið að ganga verulega á birgðir af hlífðarbúnaði eins og andlitsgrímum, hönskum og handspritti.

Reuters segir að frönsk yfirvöld útiloki ekki að þurfa að grípa til forgangsröðunar á sjúklingum á borð við þá sem hefur þurft að grípa til á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans