fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

Er þetta lélegasti bílþjófur sögunnar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 21:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norskur bílþjófur kemst ekki í sögubækurnar fyrir velútfærðan bílþjófnað en hins vegar gæti hann komist á lista yfir lélegustu bílþjófa sögunnar. Aðfaranótt föstudags reyndi hann að stela Lexus í Bærum við Osló. Eigandi bílsins vaknaði við atganginn og fór að kanna málið.

Samkvæmt frétt TV2 þá lenti eigandinn í handalögmálum við bílþjófinn sem ógnaði bíleigandanum með hníf áður en hann lét sig hverfa af vettvangi. En þar með er sögunni ekki lokið því lögreglan hefur ákveðinn mann grunaðan um verknaðinn því hann gleymdi farsíma sínum og spjaldtölvu í bílnum sem hann náði ekki að stela.

Talsmaður lögreglunnar sagði að mikil áhersla verði lögð á að finna hinn misheppnaða þjóf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt klúður lögreglu og tvær fjölskyldur í sárum

Ótrúlegt klúður lögreglu og tvær fjölskyldur í sárum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“

Bandaríkin breyta opinberum viðmiðum um áfengisneyslu – „Áfengi auðveldar samskipti og færir fólk saman“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria

Lík konu og karls fundust í íbúð á Gran Canaria