fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

400 létust á einum sólarhring af völdum COVID-19 – Samt er það versta ekki afstaðið á Spáni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 11:10

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuvírusinn COVID-19 breiðist nú hratt út á Spáni. Spænska heilbrigðiskerfið á í vök að verjast. Til að reyna að mæta álaginu er búið að breyta stórri ráðstefnuhöll í Madríd í bráðabirgðasjúkrahús með rými fyrir 5.500 sjúklinga.

Í gær skýrðu spænsk yfirvöld frá því að tæplega 400 manns hafi látist af völdum COVID-19 á einum sólarhring. Aldrei fyrr hafa svo margir látist af völdum veirunnar á einum sólarhring þar í landi.

Nú hafa 1.772 látist af völdum veirunnar á Spáni. Staðfest smittilfelli eru 28.768. Landið er því meðal þeirra landa sem verst hafa farið út úr faraldrinum. Ástandið er verst á Ítalíu. En ef dánartölur þessara tveggja landa eru bornar saman á því stigi faraldursins, sem nú er á Spáni, þá eru þær mun hærri á Spáni en þær voru á Ítalíu.

Gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í Madríd eru yfirfullar, þar liggja tvöfalt fleiri en þær ráða í raun við. Þörf er á um 1.500 gjörgæslurýmum til viðbótar.

Pedro Sanchez, forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina á laugardaginn og sagði að „það versta væri enn framundan“. Enn eigi versta og skæðasta bylgjan eftir að ríða yfir. Hún muni svo sannarlega reyna á þjóðina.

Útgöngubann er í gildi á Spáni og þess er vænst að þingið samþykki á miðvikudaginn að framlengja það fram yfir páska.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum