fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Áhrifa COVID-19 gætir utan jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. mars 2020 22:30

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí næstkomandi ætluðu evrópska geimferðastofnunin ESA og rússneska geimferðastofnunin Roscosmos að senda nýjan Marsbíl, ExoMars rover, af stað til Rauðu plánetunnar. Þetta átti að vera einn af hápunktum geimferða á þessu ári. En nú hefur förinni verið frestað fram til 2022, COVID-19 veiran er ein af ástæðunum fyrir þessu.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Marsbíllinn á að grafa í yfirborð Mars og leita að ummerkjum um líf en það mun dragast. Á heimasíðu ESA er haft eftir Dmitry Rogozin, forstjóra Roscosmos, að það hafi verið erfið en vel íhuguð ákvörðun að fresta geimskotinu til 2022.

Aðalástæðan fyrir seinkuninni er að mörg tæknileg vandamál hafa komið upp en Rogozin bendir einnig á að heimsfaraldur COVID-19 hafi einnig tafið verkefnið. Framleiðsla ExoMars bílsins fer fram í mörgum Evrópuríkjum en ferðatakmarkanir vegna COVID-19 valda því að vísindamenn komast ekki á milli landa til að gera það sem gera þarf við framleiðslu bílsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“