fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Pressan

Þrír menn dæmdir í 125 ára fangelsi vegna drukknunar Alan Kurdi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. mars 2020 19:30

Málverk til minningar um Alan Kurdi í Frankfurt am Main í Þýskalandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír menn voru nýlega dæmdir í 125 ára fangelsi hver vegna dauða hins þriggja ára Alan Kurdi 2015. Margir muna eflaust eftir myndum af líki Kurdi þar sem það lá á grúfu á sandströnd í Bodrum í Tyrklandi en þangað rak líkið. Myndin varð táknmynd þeirra hörmunga sem flóttafólk gekk í gegnum á þessum tíma.

Þremenningarnir voru höfuðpaurarnir í glæpahring sem smyglaði fólki frá Tyrklandi til Evrópu. Þeir voru handteknir í byrjun síðustu viku af tyrkneskum öryggissveitum og dæmdir á föstudaginn. Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa orðið Kurdi að bana af ásettu ráði.

Lík Kurdi rak á land eftir að bátur, fullur af flóttafólki, sökk undan strönd Bodrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 1 viku

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn