fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Var rangur maður tekinn af lífi?

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 7. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vonast er til þess að DNA-rannsókn muni leiða í ljós í eitt skipti fyrir öll hvort Ledell Lee, fangi á dauðadeild í Arkansas í Bandaríkjunum, hafi verið tekinn saklaus af lífi.

Lee var sakfelldur morðið á Debru Reese árið 1993 og hélt hann staðfestlega fram sakleysi sínu allt þar til hann var tekinn af lífi árið 2017. Bandarísku borgararéttindasamtökin, ACLU og Sakleysisverkefnið (e. Innocence Project) hafa haft mál Lee til skoðunnar að undanförnu.

Áður en Lee var tekinn af lífi fóru verjendur hans fram á að gerðar yrðu frekari DNA-rannsóknir. Þeim beiðnum var ítrekað hafnað en nú hafa yfirvöld í Arkansas samþykkt að veita aðgang að rannsóknargögnunum, þar á meðal DNA-sýnum.

Ljóst er að margt var ábótavant við rannsókn málsins. Einstaklingar sem báru vitni á sínum tíma þóttu gefa misvísandi vitnisburð og þá segja réttarmeinafræðingar að gögn í málinu hafi verið mistúlkuð af sérfræðingum á sínum tíma. Þá viðurkenndi verjandi Lee í málinu árið 1993 að hann hafi glímt við eiturlyfjafíkn.

Það sem mestu máli skiptir, að mati stuðningsmanna Lee, er að engin bein sönnunargögn tengdu hann við glæpinn sem hann var tekinn af lífi fyrir. Vonast er til þess að niðurstaða fáist í DNA-rannsóknina áður en langt um líður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja

Einn hrottalegasti raðmorðingi sögunnar þurfti að vera í búri í réttarhöldum sínum – Dæmdur til dauða og ein byssukúla látin nægja
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu

„Reiðasti“ maður Bretlands missti aftur stjórn á skapi sínu