fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Hetja eða skúrkur? Vladimir situr á sakamannabekk en hefur þó samúð flestra

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Sankin, 33 ára bifvélavirki í Rússlandi, á yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi í heimalandi sínu. Glæpurinn sem Vladimir er sakaður um er þó þess eðlis að hann á samúð margra. Vladimir kom nefnilega ungum dreng til bjargar en sá varð fyrir kynferðislegri misnotkun 54 ára manns.

Þannig er mál með vexti að ungur piltur sem Vladimir þekkir vel leitaði til hans og bað hann um aðstoð. Vinur hans, fórnarlamb ofbeldisins, var þá læstur inn í íbúð árásarmannsins.

Vladimir, sem er búsettur í borginni Ufa í Basjkortostan, brást skjótt við og fór að íbúð mannsins. Þar heyrði hann í neyðarópum piltsins, braut niður hurðina og kom piltinum til bjargar. Að svo búnu dró hann manninn út, hinn 54 ára Vladimir Zaitsev, og réðst á hann með höggum og spörkum – allt með þeim afleiðingum að Zaitsev lést.

Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndir þar sem Zaitsev liggur í blóði sínu utandyra. Að því er fram kemur í frétt Mail Online, sem vísar í rússneska fjölmiðla, hafði Zaitsev þessi nýlega verið látinn laus úr fangelsi eftir að hafa hlotið dóm fyrir barnaníð.

Saksóknarar í Ufa hafa gefið út ákæru á hendur Vladimir og krefjast fimmtán ára fangelsisdóms. Stuðningsmenn hans hafa þó kallað eftir því að hann verði sýknaður eða ákæran hreinlega dregin til baka. Tugþúsundir Rússa hafa nú skrifað undir áskorun þess efnis að Vladimir geti áfram um frjálst höfuð strokið.

Vladimir situr nú í stofufangelsi á heimili sínu en sjálfur segist hann ekki hafa ætlað að verða Zaitsev að bana. „Ég bjóst ekki við því að hann myndi deyja en ég bjargaði tveimur börnum frá honum.“

Zaitsev er sagður hafa boðið piltunum inn til sín til að þurrka föt sín eftir leik úti í snjónum. Þar er Zaitsev sagður hafa leitað á piltana og tókst öðrum þeirra að flýja og gera Vladimir viðvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“