fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Þriggja ára drengur drukknaði í sundlaugagarði í Tælandi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 19:30

Blue Tree Waterpark - Mynd fengin af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára gamall drengur er látinn eftir að hafa drukknað í sundlaugagarðinum Blue Tree Water Park í Tælandi.

Hinn þriggja ára gamli Bobby Watson var ásamt fjölskyldunni sinni í Phuket, Tælandi. Sumitra Watson, móðir hans, sagði við lögregluna að Bobby hafi verið að hlaupa eftir bakkanum þegar hann rann og féll ofan í laugina. Sundlaugarverðir reyndu að bjarga drengnum en endurlífgunaraðferðir þeirra báru engan árangur. Metro greinir frá þessu.

Sjúkrabíll flutti Bobby á Thalang spítalann þar sem hann lést. „Foreldrar hans neituðu að trúa því að sonur þeirra væri virkilega farinn,“ sagði Yanpatr Malai, lögreglustjóri á svæðinu. „Starfsfólkið sagði að það hafi náð í drenginn af botni laugarinnar en þá var hann ekki með meðvitund. Endurlífgunaraðferðir þeirra báru engan árángur og drengurinn lést skömmu síðar á spítala.“

Blue Tree Water Park sendi frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Talsmenn sundlaugagarðsins segja að mikið hafi verið að gera þennan dag en þó hafi þeir gert allt sem í þeirra valdi stóð við að bjarga drengnum. „Foreldrar hans eru skiljanlega niðurbrotin og við munum halda áfram að bjóða fram allan okkar stuðning. Við erum öll harmi slegin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi