fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Þriggja ára drengur drukknaði í sundlaugagarði í Tælandi

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 19:30

Blue Tree Waterpark - Mynd fengin af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára gamall drengur er látinn eftir að hafa drukknað í sundlaugagarðinum Blue Tree Water Park í Tælandi.

Hinn þriggja ára gamli Bobby Watson var ásamt fjölskyldunni sinni í Phuket, Tælandi. Sumitra Watson, móðir hans, sagði við lögregluna að Bobby hafi verið að hlaupa eftir bakkanum þegar hann rann og féll ofan í laugina. Sundlaugarverðir reyndu að bjarga drengnum en endurlífgunaraðferðir þeirra báru engan árangur. Metro greinir frá þessu.

Sjúkrabíll flutti Bobby á Thalang spítalann þar sem hann lést. „Foreldrar hans neituðu að trúa því að sonur þeirra væri virkilega farinn,“ sagði Yanpatr Malai, lögreglustjóri á svæðinu. „Starfsfólkið sagði að það hafi náð í drenginn af botni laugarinnar en þá var hann ekki með meðvitund. Endurlífgunaraðferðir þeirra báru engan árángur og drengurinn lést skömmu síðar á spítala.“

Blue Tree Water Park sendi frá sér yfirlýsingu vegna atviksins. Talsmenn sundlaugagarðsins segja að mikið hafi verið að gera þennan dag en þó hafi þeir gert allt sem í þeirra valdi stóð við að bjarga drengnum. „Foreldrar hans eru skiljanlega niðurbrotin og við munum halda áfram að bjóða fram allan okkar stuðning. Við erum öll harmi slegin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki