fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Bráðnun Grænlandsjökuls á að afla Grænlendingum fjár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 19:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grænlandsjökull lætur á sjá og bráðnar af völdum loftslagsbreytinganna en á sama tíma er skortur á vatni víða um heim. Þetta ætla Grænlendingar að nýta sér og hyggjast hagnast á bráðnun jökulsins.

Zeit Online skýrir frá þessu. Haft er eftir Jess Svane, úr Siumut flokknum, að loftslagsbreytingarnar eigi sinn þátt í að jökullinn bráðnar og samtímis valdi þær vatnsskorti annarsstaðar í heiminum.

Grænlendingar hafa því veitt 16 fyrirtækjum heimild til að vinna vatn á Grænlandi. Níu þeirra hafa nú þegar einnig fengið heimild til að flytja vatn úr landi. Það er fyrirtækjunum í sjálfsvald sett hvert þau selja vatnið.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar, sem loftslagsráð SÞ birti í desember, hefur Grænlandsjökull glatað 3.800 milljörðum tonna af ís síðan 1992. Það hefur valdið því að yfirborð sjávar hefur hækkað um 10,6 mm. Rannsóknin sýnir einnig að bráðnunin hefur sjöfaldast á undanförnum þremur áratugum.

Samkvæmt upplýsingum frá SÞ búa rúmlega tveir milljarðar manna við vatnsskort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi