fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Star Wars Airbnb gisting – Eins og að sofa í fjarlægri vetrarbraut

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 21:30

Er þetta ekki toppurinn? Mynd: Lona Holmes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir áhugafólk um Star Wars kvikmyndirnar þá er upplagt að skella sér til Flórída í Bandaríkjunum því í Davenport er búið að koma upp gistiaðstöðu, sem er leigð út í gegnum Airbnb, sem er nokkurskonar sviðsmynd þessa mikla kvikmyndabálks.

Það tekur aðeins um korter að aka frá Disney World að húsinu en þar eru níu svefnherbergi, innréttuð í anda Star Wars, til útleigu. Það er til dæmis hægt að velja herbergi sem er eins og íshellir á plánetunni Hoth, annað sem er eins og mýrarnar á Dagobah og það þriðja sem er eins og Ewok-kofi.

Mynd: Lona Holmes

Gangar hússins eru málaðir eins og gangarnir í Þúsundárafálkanum og svo er boðið upp á rúm sem er eins og stjórnklefi geimskipsins. Travel and Leisure skýrir frá þessu.

Mynd: Lona Holmes

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni www.loma-homes.com verður að leigja húsið í tvo daga að lágmarki. Það kostar sem svarar til um 170.000 íslenskra króna. Kannski svolítið mikið en það er rétt að hafa í huga að það er gistirými fyrir allt að 20 manns í húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“