fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 07:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Noah Woods, fimm ára, hefur verið útnefndur heiðursbrunavörður og mun fá sérstök heiðursverðlaun fyrir hetjulega björgunardáð hans nýlega. Hann var sofandi, ásamt sjö öðrum fjölskyldumeðlimum, á heimili sínu í Bartow County í Georgíu í Bandaríkjunum þegar hann vaknaði við reyk og eld í herberginu sem hann deildi með tveggja ára systur sinni.

Hann flýtti sér út úr rúminu, greip systur sína og yfirgaf húsið um eina mögulega útganginn, opinn glugga. En þar með var hann ekki hættur því hann fór aftur inn í húsið og sótti hund fjölskyldunnar og kom honum í öruggt skjól. Hann hljóp síðan heim til frænda síns, sem býr í næsta húsi, til að fá aðstoð. Þeir fóru síðan og vöktu restina af fjölskyldunni. Allir komust út heilir á húfi.

„Við höfum áður séð börn aðvara fjölskyldur sínar en að fimm ára sé nægilega meðvitaður til að gera þetta . . . það er ansi sérstakt.“

Sagði Dwayne Jamison, slökkviliðsstjóri í Bartow County í samtali við CNN.

Hann sagði að eldurinn hafi kviknað út frá innstungu í svefnherbergi Noah og systur hans, of mikið álag hafi verið á henni. Noah og fjórir aðrir fjölskyldumeðlimir fengu aðhlynningu vegna reykeitrunar og minniháttar brunasára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi