fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Læknir skrifaði óhugnanlega játningu rétt áður en hann svipti sig lífi

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum skoða nú hvort læknir, sem svipti sig lífi á síðasta ári, hafi falsað skráningar um bólusetningar hjá börnum.

Læknirinn, Van Koinis, skildi eftir sig bréf áður en hann svipti sig lífi. Í bréfinu sagðist hann lengi hafa verið mótfallinn bólusetningum á börnum en jafnframt sagðist hann sjá eftir gjörðum sínum hvað varðar bólusetningar.

Lögregla hefur rannsakað málið að undanförnu og leikur grunur á að Koinis hafi aðstoðað foreldra við að falsa upplýsingar um bólusetningar. Þannig hafi foreldrar leitað til hans, fengið viðurkennt að barn þeirra væri búið að fá ákveðin bóluefni þegar raunin var allt önnur. Þá leikur einnig grunur á að hann hafi ekki bólusett börn þó foreldrar hafi staðið í þeirri trú.

Í frétt Chicago Sun-Times kemur fram að yfirvöld hafi reynt að varpa ljósi á það hvaða börn fengu bóluefni og hvaða börn fengu ekki bóluefni. Það hefur reynst erfitt vegna skorts á skráningum. Hafa yfirvöld hvatt skjólstæðinga hans til að gefa sig fram svo hægt verði að varpa frekara ljósi á þetta. Í sumum tilfellum – en þó ekki öllum – er hægt að staðfesta með blóðprufu hvort viðkomandi hafi fengið bóluefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi