fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Hundur krefst bóta frá flugfélagi vegna seinkunar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska flugfélaginu Danish Air Transport hefur borist krafa um bætur vegna seinkunar á flugi. Það sem gerir þessa kröfu mjög sérstaka er að hún er sett fram fyrir hund að nafni Jack. Það eru tveir farþegar, manneskjur, sem setja kröfuna fram fyrir hundinn.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Eigendur hundsins telja að þeir eigi rétt á 250 evrum í bætur vegna seinkunar á flugi sem þeir og hundurinn fóru með á milli Palermo og Lampedusa á Ítalíu. Flugi þeirra seinkaði um fimm klukkustundir en upphaflega fluginu var aflýst og fór fólkið og hundurinn með öðru flugi.

Jesper Rungholm, forstjóri flugfélagsins, segir að farþegarnir eigi rétt á 250 evrum hvor í bætur samkvæmt reglum ESB um réttindi flugfarþega. Hann sagði að flugfélagið hafi ekki í hyggju að greiða bætur fyrir vegna hundsins.

Ef eigendur Jack falla ekki frá kröfum sínum kemur væntanlega til kasta ítalskra dómstóla að skera úr um kröfuna.

Krafa eigendanna er byggð á því að hjá flugfélaginu verður að kaupa sérstakan miða ef hundar eiga að fara með í farþegarýminu. Telja eigendurnir að þar sem reglur ESB gildi fyrir alla með flugmiða, óháð því af hvaða tegund farþeginn er, eigi Jack rétt á bótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn