fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Hundur krefst bóta frá flugfélagi vegna seinkunar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska flugfélaginu Danish Air Transport hefur borist krafa um bætur vegna seinkunar á flugi. Það sem gerir þessa kröfu mjög sérstaka er að hún er sett fram fyrir hund að nafni Jack. Það eru tveir farþegar, manneskjur, sem setja kröfuna fram fyrir hundinn.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu. Eigendur hundsins telja að þeir eigi rétt á 250 evrum í bætur vegna seinkunar á flugi sem þeir og hundurinn fóru með á milli Palermo og Lampedusa á Ítalíu. Flugi þeirra seinkaði um fimm klukkustundir en upphaflega fluginu var aflýst og fór fólkið og hundurinn með öðru flugi.

Jesper Rungholm, forstjóri flugfélagsins, segir að farþegarnir eigi rétt á 250 evrum hvor í bætur samkvæmt reglum ESB um réttindi flugfarþega. Hann sagði að flugfélagið hafi ekki í hyggju að greiða bætur fyrir vegna hundsins.

Ef eigendur Jack falla ekki frá kröfum sínum kemur væntanlega til kasta ítalskra dómstóla að skera úr um kröfuna.

Krafa eigendanna er byggð á því að hjá flugfélaginu verður að kaupa sérstakan miða ef hundar eiga að fara með í farþegarýminu. Telja eigendurnir að þar sem reglur ESB gildi fyrir alla með flugmiða, óháð því af hvaða tegund farþeginn er, eigi Jack rétt á bótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum