fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 22:00

Solar Orbiter er á leið til sólarinnar. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var geimfarinu „Solar Orbiter“ skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída í Bandaríkjunum. Geimfarið, sem er 1,8 tonn, á að rannsaka sólina næstu árin. Um samstarfsverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA er að ræða.

Geimfarið kemst á braut um sólina eftir tvö ár og verður á þeirri braut í að minnsta kosti sjö ár. Vonast er til að hægt verði að afla nýrra upplýsinga um gufuhvolf sólarinnar, vinda og segulsvið. Einnig verða pólar sólarinnar ljósmyndaðir í mikilli upplausn í fyrsta sinn en það er ekki hægt að gera með sjónaukum hér á jörðu niðri.

Geimfarið fer framhjá Venus og Merkúr áður en það nær hámarkshraða sínum, 245.000 km/klst, og fer á braut um sólina í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá henni. Þegar geimfarið fer næst sólinn verður það í um 500 gráðu hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara

Forsprakka velferðarsvikamyllu gert að sæta upptöku Porsche og lúxusvara
Pressan
Í gær

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda

Grok gagnrýnt fyrir kynferðislegar gervigreindarmyndir – Katrín prinsessa á meðal þolenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst