fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Metnaðarfullt rannsóknarverkefni – Geimfar á að rannsaka sólina í allt að 500 gráðu hita

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 22:00

Solar Orbiter er á leið til sólarinnar. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn var geimfarinu „Solar Orbiter“ skotið á loft frá Canaveralhöfða í Flórída í Bandaríkjunum. Geimfarið, sem er 1,8 tonn, á að rannsaka sólina næstu árin. Um samstarfsverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA er að ræða.

Geimfarið kemst á braut um sólina eftir tvö ár og verður á þeirri braut í að minnsta kosti sjö ár. Vonast er til að hægt verði að afla nýrra upplýsinga um gufuhvolf sólarinnar, vinda og segulsvið. Einnig verða pólar sólarinnar ljósmyndaðir í mikilli upplausn í fyrsta sinn en það er ekki hægt að gera með sjónaukum hér á jörðu niðri.

Geimfarið fer framhjá Venus og Merkúr áður en það nær hámarkshraða sínum, 245.000 km/klst, og fer á braut um sólina í um 42 milljón kílómetra fjarlægð frá henni. Þegar geimfarið fer næst sólinn verður það í um 500 gráðu hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir

Þessi óleyfilega athöfn barna getur kostað fjölskyldur háar fjárhæðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól

Ríkisstjóri Kaliforníu lætur Trump bragða á eigin meðali og gerist nettröll – Hástafir, ýkjur, uppnefni og sjálfshól