fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Eftir 800 endurtíst tókst að koma stolinni tösku til skila

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 21:30

Myndin sem Elmes birti með tísti sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega varð Saarah Yob, 23 ára Flórídabúi, fyrir barðinu á þjófi þegar bleikri handtösku hennar var stolið þegar hún var á ferðalagi í New Orleans. Það var eiginlega til að gera daginn enn verri hjá henni en fyrr um daginn hafði bíll hennar gefið upp öndina á leið til New Orleans. Eftir að hafa verið í Franska hverfinu í borginni með vinum sínum uppgötvaði hún að veskinu hennar hafði verið stolið. Sem betur fer var veskið hennar ekki í töskunni og heldur ekki farsíminn hennar. En í því voru GoPro myndavél, smá reiðufé og hálsmen auk annarra hluta.

Það vildi Yob til happs að heiðarlegur borgari fann síðan töskuna hennar. Það var Jems Elmes, 21 árs, sem fann töskuna í Franska hverfinu. Myndavélin var enn í henni en engin skilríki og því voru góð ráð dýr. En Elmes tók mynd af mynd, sem Yob hafði tekið, og birti á Twitter í þeirri litlu von að einhver sæi hana og þekkti þá sem á myndinni voru en það voru Yob og vinkonur hennar með henni á ströndinni.

Hann skrifaði:

„Ég fann stolna tösku í Franska hverfinu í New Orleans. Ekkert veski svo ég er ekki með nein skilríki. Konan hefur ferðast um allan heim . . . með GoPro sem var í töskunni. Leita að henni til að skila minningunum. Hjálpið mér að finna hana.“

Eftir aðeins 16 klukkustundir og 800 endurtíst hafði hann haft upp á Yob og gat skilað töskunni til hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali