fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Breski „Bill Gates“ á framsal til Bandaríkjanna yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 15:29

Mike Lynch. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann hefur verið nefndur „Bill Gates“ Bretlands en nú á hann framsal til Bandaríkjanna yfir höfði sér vegna ásakana um stórfelld svik. Maðurinn sem um ræðir heitir Mike Lynch en hann stofnaði tölvufyrirtækið Autonomy sem hann seldi til Hewlett Packard (HP) árið 2011 fyrir tæplega 11 milljarða dollara.  Hann gengur nú laus gegn tryggingu á meðan framsalsbeiðnin frá Bandaríkjunum er til meðferðar hjá breskum yfirvöldum.

CNBC skýrir frá þessu. Málið snýst um að HP telur að Lynch hafi þrýst verðinu á Autonomy upp áður en HP keypti það en það hefur reynst HP dýrkeypt. Autonomy sérhæfði sig í hugbúnaði sem leitar í óskipulögðum gögnum eins og tölvupóstum og símtölum. Kaupin áttu að vera stór liður í stefnu HP um að verða hugbúnaðarfyrirtæki frekar en framleiðandi véla en fyrirtækið er einna þekktast fyrir tölvur sínar og prentara.

Ekki leið á löngu eftir kaupin þar til það lá ljóst fyrir að þau voru stór mistök. Aðeins ári eftir kaupin þurfti HP að afskrifa 8,8 milljarða dollara vegna þeirra. Forstjóri fyrirtækisins var rekinn úr starfi og síðan hefur fyrirtækið beint spjótum sínum að Mike Lynch. Hann er sakaður um að hafa rangfært bókhald til að auka verðmæti fyrirtækisins. HP vill fá 5 milljarða dollara endurgreidda frá Lynch en því hafnar hann algjörlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum