fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Bill Gates var sagður ætla að eyða milljörðum í snekkju – Það var ekki alveg rétt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 07:02

Aqua. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur sú saga verið á kreiki að Bill Gates, sem er einn ríkasti maður heims, ætli að kaupa risasnekkjuna Aqua sem er vetnisknúin. Sagt var að hann ætlaði að greiða 645 milljónir dollara fyrir hana og ætti að fá hana afhenta 2024. En þessi saga var nú ekki alveg á rökum reist.

Í gær, mánudag, sendi hollenska fyrirtækið Sinot Yacht Architecture & Design frá sér tilkynningu  þar sem sagði að það væri helber lygi að Gates ætlaði að kaupa snekkjuna.

„Aqua er verkefni í þróun og hefur ekki verið selt til hr. Gates. Því miður eru allar „upplýsingar“ í þessum síðustu fréttum vitlausar.“

Segir í tilkynningunni sem var birt á heimasíðu fyrirtækisins.

Sagan gekk út á að Gates hefði pantað snekkju, sem bar heitið Aqua, og væri hún 112 metra löng og vetnisknúin. Hún var sögð mikil lúxussnekkja á fimm hæðum og með rými fyrir 14 gesti auk 30 manna áhafnar.

Það sem gerði þessa sögu kannski örlítið trúverðuga er að Gates hefur oft leigt sér snekkjur til að eyða fríinu sínu á og auk þess er hann þekktur fyrir að hafa mikinn áhuga á umhverfismálum, nýjum eldsneytisgjöfum og tækni sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Í gær

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum