fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Sögðu þetta vera „múgæsingu“ en nú er skýringin hugsanlega fundin á Havanaheilkenninu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 22:00

Frá Havana. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði 2016 og 2017 urðu margir starfsmenn bandaríska sendiráðsins á Kúbu fyrir óútskýrðu og dularfullu heilsutjóni. Starfsmennirnir kvörtuðu undan andlegum og líkamlegum vandamálum og vanlíðan. Svimi, heyrnarskerðing, kvíði, „andleg þoka“ og jafnvægisvandamál voru meðal þeirra vandræða sem voru nefnd.

Ýmsar kenningar voru settar fram um ástæður þessara dularfullu veikinda og heilsutjóns. Því var varpað fram að áður óþekkt rafsegulsviðsvopn hefði verið notað eða að ráðist hefði verið á starfsfólkið með hljóðum. En ekki fékkst skýr niðurstaða í málið.

Á síðasta ári komust bandarískir læknar að þeirri niðurstöðu að sumir starfsmennirnir hefðu hlotið varanlegt tjóna á heila vegna þessara óútskýrðu atburða. Margir glímdu við langvarandi veikindi og vandamál og sumir töldu að heilsufar þeirra hefði í heildina versnað mikið.

Nú hefur bandaríska vísindaakademían birt skýrslu þar sem kemur fram að líklegasta skýringin á veikindunum sé að örbylgjugeislum hafi markvisst verið beint að starfsmönnunum. BBC skýrir frá þessu. „Ábyrgð“ vegna málsins er ekki varpað beint á neinn í skýrslunni en í henni kemur fram að Rússar, nánir Bandamenn Kúbu, hafi fyrir hálfri öld gert tilraunir með markvissa beitingu örbylgjugeisla á eigin hermönnum.

Þegar bera fór á veikindunum sökuðu Bandaríkin stjórnvöld á Kúbu um að standa á bak við þau. CNN segir að ákveðið hafi verið að rífa nokkrar byggingar sendiráðsins til að finna ástæðu veikindanna en enginn útbúnaður fannst sem gat hafa valdið veikindunum. Stjórnvöld á Kúbu sögðust ekki hafa staðið á bak við árásir á sendiráðsstarfsmenn og sögðu líklegast að um „múgæsingu“ væri að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði