fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Borgar 80.000 evrur fyrir að fá að koma nálægt Monu Lisu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. desember 2020 19:00

Leonardo da Vinci málaði Monu Lisu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokið er uppboði á ótrúlegum aðgangi að Monu Lisu, málverkinu fræga eftir Leonardo da Vinci, á Louvre-safninu í París. Hæstbjóðandinn greiðir 80.000 evrur, sem svarar til um 12,5 milljóna íslenskra króna á gengi dagsins, fyrir þetta einstaka tækifæri. Í þessu felst að vinningshafi uppboðsins, sem fór fram á netinu, fær að vera viðstaddur árlega skoðun á málverkinu fræga. Þá er það tekið úr hlífðarkassanum og skoðað nákvæmlega af sérfræðingum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Christie‘s uppboðshúsinu. En það var fleira spennandi sem var boðið upp á vegum Louvre og annarra til styrktar safninu. Til dæmis einkaskoðunarferð um safnið í fylgd Jean-Luc Martinez, forstjóra safnsins, og vasaljósaferð að næturlagi um safnið. Hvor ferð um sig seldist fyrir 38.000 evrur. Einkatónleikar í Caryatids Hall seldust fyrir 42.000 evrur.

Cartier gaf skartgripi sem voru seldir á uppboði fyrir 90.000 evrur og fær kaupandinn einnig einkaaðgang að safninu. Hann fær einnig að sjá frönsku krúnudjásnin og leynilegt skartgripaverkstæði Cartier í París.

Louvre er stærsta og vinsælasta listasafn heims en árlega heimsækja um 10 milljónir gesta safnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp