fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Mannlausan bát rak á land á Marshalleyjum – 649 kg af kókaíni um borð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 18. desember 2020 18:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku rak mannlausan bát á landi á Marshalleyjum í Kyrrahafi. Báturinn fannst á strönd á Ailuk Atoll en hann er um 5,4 metrar á lengd. Um borð voru 649 kg af kókaíni. Fíkniefnin voru í mörgum innsigluðum pökkum að sögn lögreglunnar á eyjunum.

Á pökkunum voru gulir plastmiðar með rauðu lógói sem á stóð „KW“. Um 400 manns búa á Ailuk Atoll en það var eyjarskeggi sem fann bátinn að sögn Radio New Zealand. Íbúarnir gátu ekki lyft bátnum, hann var of þungur, og kíktu því inn í hann og fundu þá stórt rými undir dekkinu og þar var kókaínið.

Lögreglunni var tilkynnt um málið og flutti hún fíkniefnin til höfuðborgarinnar Majuro sem er á annarri eyju. Öllu kókaíninu, að 2 kg undanskildum, var síðan eytt nú í vikunni. Það sem var skilið eftir verður sent til bandarískra yfirvalda til greiningar.

Verðmæti kókaínsins er um 80 milljónir dollara. Yfirvöld segja að báturinn hafi líklega komið frá Suður- eða Mið-Ameríku og hafi jafnvel verið á sjó í allt að tvö ár.

Íbúar á Marshalleyjum eru ekki óvanir því að fíkniefni reki þar á land en eyjurnar eru á einni aðalflutningsleið fíkniefna í Kyrrahafi. Ekki er óalgengt að fólk finni sjórekin fíkniefni og skili þeim ekki til yfirvalda. Þetta hefur leitt til mikils fíkniefnavanda á eyjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum