fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

70% starfsfólks á smitsjúkdómadeild í Malmö er smitað af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 06:55

Heilbrigðisstarfsmaður með kórónuveirusýni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, hafi lagst þungt á starfsfólk smitsjúkdómadeildar háskólasjúkrahússins  í Malmö í Svíþjóð. 70% starfsfólksins er smitað af veirunni. Af þessum sökum standa mörg sjúkrarúm tóm því það er einfaldlega ekki nægilega margt starfsfólk til að annast sjúklingana.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu. „Þetta sýnir hversu lúmsk þessi veira er og hversu erfitt það er að verjast,“ sagði Johan Tham, yfirlæknir, í samtali við Dagens Nyheter.

Blaðið segir að 38 hjúkrunarfræðingar og 11 læknar hafi greinst með veiruna. Af þessum sökum hefur þurft að flytja sjúklinga á aðrar deildir og þeir sem eru ekki smitaðir þurfa að vinna enn meira dögum saman.

Deildin fær ekki aðstoð frá öðrum deildum sjúkrahússins því ekki er til nægt starfsfólk með nægilega kunnáttu til að vinna á deildinni sem er gjörgæsludeild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni