fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Skotar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði sem fyrst

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 10:15

Skoski fáninn blaktir við hlið þess breska. Mynd: EPA/ANDY RAIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands ætti að fara fram á næsta kjörtímabili skoska þingsins sem hefst á næsta ári. Þetta segir Nicola Sturgeon leiðtogi skosku heimastjórnarinnar sem segist ætla að berjast fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.

Í samtali við BBC sagði Sturgeon, sem er leiðtogi Skoska þjóðernisflokksins, að það sé „fjöldi ástæðna fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram á fyrri helmingi næsta kjörtímabils“.

Ef kosið verður á nýjan leik um sjálfstæði Skotlands og skotar samþykkja að segja skilið við Bretland þá verður það stærsta áfall Bretlands síðan Írar fengu sjálfstæði fyrir einni öld.

Yfirlýsing Sturgeon kemur á sama tíma og ríkisstjórn Boris Johnson glímir við mikla óvissu í tengslum við útgöngu Breta úr ESB. Sturgeon hefur margoft lýst því yfir að meirihluti Skota styðji aðild að ESB og að þeir séu dregnir út úr ESB gegn vilja sínum. Í þessu samhengi hefur hún vísað til þess að í þjóðaratkvæðagreiðslunni um útgönguna úr ESB 2016 greiddu 62% Skota atkvæði gegn útgöngu.

Skotar greiddu atkvæði um sjálfstæði 2014 en þá studdu 55% áframhaldandi veru í Bretlandi en 45% vildu sjálfstæði. En óhætt er að segja að Brexit og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi styrkt sjálfstæðiskröfur Skota.

BBC segir að niðurstöður síðustu 14 skoðanakannana hafi sýnt að meirihluti Skota styðji sjálfstæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“