fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Sjötug kona handtekin – Reyndi að lemja nágranna sinn með hamri

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. nóvember 2020 21:05

Mynd úr safni. Mynd: EPA-EFE/Henning Bagger DENMARK OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var sjötug kona handtekin í Knebel á Jótlandi í Danmörku. 61 árs karlmaður hringdi þá í lögregluna og sagði að konan hefði ráðist á hann.

Konan, sem er nágranni mannsins, hafði knúið dyra. Þegar hann opnaði stóð konan fyrir utan með hamar í höndinni. Hún hafði brotið rúðu í útidyrunum og látið högg dynja á hurðinni.

Um leið og maðurinn opnaði sló konan til hans með hamrinum en honum tókst að víkja sér undan högginu, loka og hringja í lögregluna.

Lögreglumennirnir hittu á konuna heima hjá henni og var hún ansi illskeytt. Hún öskraði á þá, hrækti og reyndi að úða glerúða í andlit annars þeirra. Hún var því handtekin og kærð fyrir ofbeldi gagnvart lögreglunni. Auk þess var hún kærð fyrir eignaspjöll og tilraun til grófrar líkamsárásar með því að reyna að slá nágrannann með hamri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks