fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Mikil fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í Indónesíu – Kirkjugarðar í Jakarta eru að fyllast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 20:35

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur dauðsföllum af völdum COVID-19 fjölgað mikið í Indónesíu. Í höfuðborginni Jakartar er ástandið orðið svo alvarlegt að jarðýtur eru nú notaðar til að útbúa nýjan kirkjugarð á fimm ekrum norðan við borgina. Ástæðan er að aðrir kirkjugarðar eru að fyllast.

Á föstudaginn höfðu yfirvöld skráð 105.000 smit í borginni og rúmlega 2.200 dauðsföll.  Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins háskólanum er dánartíðnin í Indónesíu ein sú hæsta í heimi.

Samkvæmt frétt The Washington Post þá gerir það ástandið ekki betra að á næstu mánuðum má reikna með fleiri dauðsföllum af öðrum orsökum en COVID-19 vegna monsúnrigninganna sem hefjast brátt.

Í Jakarta búa rúmlega 10 milljónir en borgin er lítil og þéttbýl. Þar eru því vandamál við að grafa alla því ekki má brenna líkin samkvæmt íslamskri trú en 90% landsmanna eru múslímar.

Yfirvöld gripu til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða í mars vegna heimsfaraldursins og hafa skólar verið lokaðir síðan og öll kennsla fer fram á netinu. Aðeins var slakað á hömlunum um miðjan október og gátu þá fleiri verslanir opnað en aðeins mátti hafa verslanir sem selja matvörur og lyf opnar fram að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður

Harmleikur í Ástralíu: Hin látna var svissneskur ferðamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna