fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Trump stígur fram í viðtali í fyrsta sinn frá tapinu – „Þetta er ógeðslegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 29. nóvember 2020 17:14

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, veitti fyrsta sjónvarpsviðtal sitt í dag eftir að hann tapaði forsetakosningunum á móti Joe Biden. Í viðtalinu sagði hann að sum ríki Bandaríkjanna hafi heimilað að atkvæðum væri skilað inn eftir kjördag og að talningarvélar hafi verið forritaðar til að veita Biden forgjöf. Hann hélt því jafnvel fram að alríkislögreglan (FBI), dómsmálaráðuneytið og dómstólakerfið væru meðsek í því að hylma yfir stórfelldum kosningasvikum. Viðtalið veitti hann fréttastofunni FOX.

„Þessar kosningar voru ákveðnar fyrirfram. Þessar kosningar voru algjör svik,“ sagði Trump sem hefur enn ekki viðurkennt ósigur.

Þáttastjórnandi, Maria Bartiromo, tók undir með Trump og sagði „Þetta er ógeðslegt og við megum ekki leyfa spillingu í Bandarískum kosningum“

Fjölmiðlar í Bandaríkjunum lýstu Biden sigurvegara fyrir nokkrum vikum siðan. Trump heldur því fram að mikið af þjóðarleiðtogum heimsins hafi haft samband við hann og sagt honum að þetta hafi verið „rugluðustu kosningar sem við höfum séð“.  Biden hefur hins vegar gefið upp að nánast öll ríki sem eiga í góðum samskiptum við Bandaríkin hafi haft samband við hann og óskað honum til hamingju með sigurinn. Það á til dæmis við um Ísland þar sem forsætisráðherra og forseti Íslands hafa opinberlega sent velfarnaðaróskir til nýkjörins forseta.

„Við erum með sögur sem eru ótrúlegar, en við megum ekki leggja fram sannanir okkar. Okkur er sagt að ásakanir okkar séu tilhæfulausar. Ég sagði að lögmönnunum að ég vildi leggja fram eina stóra fallega kæru,“ sagði Trump sem er óánægður með það að kosningakærur hans hafa ekki hlotið brautargengi fyrir dómstólum þar ytra.

„Við erum með ótrúlega mikið af sönnunum. Við erum með vitnisburði, við erum með hundruð vitna sem eru tilbúin að sverja eiðstaf,“ sagði forsetinn.

Skilur hann ekki hvað dómstólar meina með tilhæfulausum ásökunum.

„Hvað meina þeir með tilhæfulaust, ég sem forseti Bandaríkjanna með tilhæfulausar ásakanir? Hvers konar dómskerfi er þetta?“

Þáttastjórnandi hjá Fox spurði forsetann hvar alríkislögreglan væri í þessu öllu saman, hvort að kosningasvik væru ekki nokkuð sem þeim bæri að rannsaka.

„Þeir eru horfnir. Get ekki sagt þér hvar þeir eru.“

Forsetinn gaf til kynna að hann sé ekki að fara að gefast upp í bráð.

„Ég mun ekki skipta um skoðun næstu sex mánuðina. Það var umfangsmikið svindl í þessum kosningum. Ef repúblikanar leyfa þessu að gerast þá munuð þið aldrei aftur fá repúblikana kosinn í sögu þessa lands, hvorki í öldunardeildina né í forsetaembættið“

Viðtalið hefur vakið nokkra athygli. Bæði The Independent og CNN hafa fjallað um það og taka fram að málflutningur forsetans hafi verið uppfyllur af rangfærslum og samsæriskenningum og það sé ljóst að Trump geti ekki horfst í augu við staðreyndina – að hann tapaði kosningunum.

Frétt The Independent

Frétt CNN

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn