fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Pressan

Ryk loftsteina gæti afhjúpað sannleikann um lífið á jörðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 11:15

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir nokkra daga verður hylki, sem inniheldur jarðvegssýni frá fjarlægum loftsteini, látið falla úr geimskipi  inn í gufuhvolf jarðar. Ef allt gengur upp þá mun hylkið svífa til jarðar í fallhlíf og lenda örugglega í Woomera í Ástralíu þann 6. desember. Þá lýkur sex ára verkefni sem krafðist meðal annars þriggja milljarða kílómetra geimferðar um sólkerfið okkar.

Í hylkinu eru nokkur grömm af jarðvegi af loftsteininum Ryugu. Vonast er til að rannsóknir á jarðveginum geti varpað ljósi á uppruna lífsins hér á jörðinni.

„Loftsteinar eru eftirlifandi byggingaefni frá þeim tíma er sólkerfið myndaðist fyrir 4,6 milljörðum ára og þess vegna eru þeir mjög mikilvægir fyrir vísindin,“ hefur The Guardian eftir Martin Lee, prófessor við Glasgow háskóla. „Ef þú vilt vita úr hverju plánetan var upphaflega búin til þá verður þú að rannsaka loftsteina,“ sagði hann einnig.

Japanska geimfarinu Hayabusa 2 var skotið á loft fyrir sex árum og sent áleiðis til Ryugu loftsteinsins sem fer einn hring um sólina á 16 mánuðum. Í 18 mánuði fylgdist geimfarið með loftsteininum  en lét síðan til skara skríða og fór nálægt honum og náði nokkrum grömmum eða jafnvel bara nokkrum ögnum af jarðvegi af honum. Síðan hófst ferðin aftur til jarðar. Vísindamenn bíða nú spenntir eftir sýninu til að geta hafist handa við rannsóknir á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum