fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Hver myrti Emilie Meng? Ein af stærri morðgátum síðari tíma

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 05:46

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgátan um Emilie Meng hófst aðfaranótt 10. júlí 2016 en um eina stærstu ráðgátu síðari tíma er að ræða í Danmörku. Emilie var þá á heimleið eftir næturskemmtun ásamt þremur vinkonum sínum. Hún fór úr járnbrautarlestinni á lestarstöðinni í Korsør og ákvað að ganga ein heim en klukkan var um fjögur. Fyrir utan lestarstöðina beið leigubíll og fóru vinkonur hennar með honum. Þær reyndu að tala hana á að koma með þeim í leigubílnum en hún hélt fast við sitt og ætlaði að ganga eftir malarstíg sem liggur niður í miðbæ Korsør en þar bjó hún. Þetta var í síðasta sinn sem vinkonurnar sáu Emilie á lífi.

Á aðfangadag 2016, tæplega hálfu ári eftir að hún hvarf, fannst lík hennar í vatni nærri Regnemarks Bakke við Borup á Sjálandi. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði verið myrt. Vitað er að nokkrum mínútum eftir að hún kvaddi vinkonur sínar á lestarstöðinni slökknaði á farsíma hennar, annað hvort varð hann rafmagnslaus eða þá að einhver slökkti á honum. Hún átti að syngja með kirkjukórnum í Sankt Povls kirkjunni í Korsør á sunnudeginum en mætti ekki og þá tilkynnti fjölskylda hennar hvarf hennar til lögreglunnar. Síðar um daginn leitaði fjölskyldan til fjölmiðla til að vekja athygli á hvarfi Emilie.

Mánudaginn 11. júlí leituðu lögreglumenn og um 200 sjálfboðaliðar að Emilie. Hundar voru notaðir, kafarar tóku þátt og þyrla var notuð. Lögreglan skýrði frá því að Emilie hefði verið í ástarsorg eftir að unnusti hennar sleit sambandi þeirra á laugardeginum. Talsmaður lögreglunnar sagði hugsanlegt að hún hefði látið sig hverfa af þeim orsökum. Hún hafði áður stungið af til Kaupmannahafnar og ekki látið heyra frá sér um hríð. Lögreglan vildi því ekki útiloka þennan möguleika.

„Það er eins og hún sjái skilaboðin sín. Prófílmyndin hennar birtist við þau skilaboð sem fólk sendir henni og það hlýtur að þýða að hún fylgist með,“ sagði Flemming Jensen varðstjóri hjá lögreglunni eftir að orðrómur komst á kreik um þetta. Daginn eftir sagði lögreglan að það sé ekki að sjá að Emilie sé virk á Facebook og þar skipti engu þótt prófíllinn hennar virðist virkur í samskiptakerfinu.

Emilie sést til hægri á þessari mynd úr eftirlitsmyndavél á brautarstöðinni. Mynd:Danska lögreglan

Þann 13. júlí hét fjölskylda hennar peningaverðlaunum fyrir upplýsingar sem gætu leitt til þess að Emilie fyndist.

Rannsóknin hélt áfram næstu daga og fljótlega breyttist nálgun lögreglunnar á henni yfir í að hugsanlega hefði Emilie orðið fórnarlamb glæps. Rætt var við vitni og leit haldið áfram á landi og í vatni.

Laugardaginn 16. júlí sagði lögreglan að vonin um að finna Emilie á lífi dvíni nú hratt.

Rannsóknin hélt áfram

Næstu vikur hélt rannsóknin áfram af fullum krafti. Gengið var hús úr húsi í Korsør í þeirri von að einhver gæti veitt nýjar upplýsingar. Um 400 sjálfboðaliðar héldu áfram að leita að henni.  Lýst var eftir svartri kventösku sem talið var að Emilie gæti hafa verið með. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum voru skoðaðar.

Lögreglan hefur alla tíð haldið spilunum þétt að sér varðandi rannsókn málsins og ekki skýrt frá miklu né viljað svara spurningum. Hún hefur til dæmis ekki svarað spurningum um hvort svört peysa, sem fannst 7. ágúst, hafi tilheyrt Emilie.

Í byrjun september bættu sjálfboðaliðar við leitina peningum við þá upphæð sem fjölskylda Emilie hafði lofað í verðlaun og hækkaði hún í 200.000 danskar krónur.

Sjálfboðaliðar tóku þátt í leitinni. Mynd:Getty

Um miðjan október skýrðu fjölmiðlar frá því að lögreglan hafi margoft gert húsleit á heimili 67 ára manns í Korsør eftir ábendingar nágranna sem tölu manninn fela Emilie á heimili sínu. Þetta reyndist ekki á rökum reist.

Þann 17. október var 33 ára flutningabílstjóri handtekinn, grunaður um að hafa myrt Emilie. Hann var yfirheyrður og húsleit gerð heima hjá honum og gagna um net- og símanotkun hans aflað. Lögreglan sannfærðist síðar um að maðurinn tengdist málinu ekki.

Lík fannst

Um klukkan 16 á aðfangadag fann maður, sem var að viðra hundinn sinn, lík Emilie í vatni við Regnemarks Bakke nærri Borup á Sjálandi. Á jóladag staðfesti lögreglan að það væri lík Emilie sem hefði fundist og að hún hefði verið myrt. Lögreglan hefur ekki skýrt frá hvernig henni var ráðinn bani. Á fréttamannafundi kom fram að líklega hefði líkið verið sett í vatnið daginn sem hún hvarf eða dagana þar á eftir.

Útför Emilie var gerð frá Sankt Povls Kirke í Korsør þann 19. janúar 2017.

Rannsókn lögreglunnar hélt áfram og hún fylgdi eftir ábendingum sem bárust. Í júní lýsti lögreglan eftir ljósri eða hvítri Hyundai i30 bifreið sem hafði verið við lestarstöðina í Korsør þegar Emilie hvarf. Bíllinn hefur ekki enn fundist.

Hvíti Hyundai bíllinn fyrir utan lestarstöðina. Mynd:Danska lögreglan

Í byrjun júlí gagnrýndu þrír margreyndir lögreglumenn samskipti lögreglunnar við almenning og vitni í málinu. Þeir gagnrýndu rannsóknina í heild sinni og töldu að líklega hafi mikilvæg sönnunargögn farið forgörðum.

Í byrjun október gaf vitni sig fram og sagðist hafa séð hvítan bíl nærri Regnemarks Bakke nokkrum klukkustundum eftir að Emilie hvarf frá lestarstöðinni. Vitnið sá mann við hlið bílsins og þar var eins og hann væri að lyfta einhverju þungu. Lögreglan telur góðar líkur á að þetta hafi verið morðinginn.

Staðurinn þar sem maður sást bera eitthvað þungt skömmu eftir hvarf Emilie. Mynd:Danska lögreglan

Eftir þetta hefur lítið sem ekkert gerst í málinu og það er enn óleyst og þykir meðal stærstu og flóknustu morðmála á síðari tímum í Danmörku.

Byggt á umfjöllun BT, Ekstra Bladet, TV2 og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?