fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Systur ákærðar fyrir að hafa stungið öryggisvörð 27 sinnum þegar hann bað þær um að nota andlitsgrímu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. október 2020 14:25

Frá Chicago.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær systur hafa verið ákærðar af saksóknara í Chicago fyrir morðtilraun. Þær réðust á öryggisvörð í verslun og stungu hann 27 sinnum þegar hann bað þær að nota andlitsgrímur í versluninni og handspritt.

Samkvæmt frétt CNN þá kom til orðaskipta á milli systranna, sem heita Jessica og Jayla Hill og eru 21 og 18 ára, og hins 32 ára gamla öryggisvarðar. Jessica dró síðan upp hníf og stakk öryggisvörðinn í bakið, háls og handleggi, alls 27 sinnum. Jayla hélt manninum niðrið á meðan með því að halda í hár hans.

Lögreglan segir að ástand öryggisvarðarins sé stöðugt.

Systurnar hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald og geta ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Í gær

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“