fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

29 ára raðmorðingi fann fórnarlömb sín á Twitter – „Þetta er allt hárrétt“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. október 2020 22:00

Teikning af Shiraishi í dómsal. Mynd: EPA-EFE/JIJI PRESS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Takahiro Shiraishi, 29 ára, hefur játað að hafa myrt níu manns. Hann hefur verið nefndur „Twitter-morðinginn“ því hann fann fórnarlömbin á Twitter. Mál hans er nú fyrir dómi en verjandi hans heldur því fram að fórnarlömbin hafi öll viljað deyja og að Shiraishi hafi drepið þau með þeirra samþykki. Verjandinn telur að þetta eigi að virða skjólstæðingi hans til refsilækkunar.

Shiraishi er einnig ákærður fyrir að hafa hlutað líkin í sundur og geymt þau í frysti. Hann hefur ekki mótmælt því að hann hafi drepið níu manns.

„Þetta er allt hárrétt,“

sagði hann fyrir dómi á miðvikudaginn að sögn NHK-sjónvarpsstöðvarinnar. Japanskir fjölmiðlar segja að hann sé einnig ákærður fyrir nauðganir.

Saksóknari segir að Shiraishi hafi notað Twitter til að komast í samband við fórnarlömb sín sem voru á aldrinum 15 til 26 ára. Þau eru sögð hafa skrifað á netið að þau hefðu í hyggju að taka eigið líf. Hann sagðist vilja hjálpa þeim og deyja við hlið þeirra.

Ef Shiraishi verður sakfelldur verður hann væntanlega dæmdur til dauða en í Japan eru dauðadæmdir hengdir.

Verjandi hans krefst þess að hann verði dæmdur eftir þeim ákvæðum sem snúa að „drápi með samþykki“ en þar er refsiramminn að hámarki sjö ára fangelsi.

Í samtali við dagblaðið Mainichi Simbun sagði Shiraishi að hann sé ósammála verjanda sínum og að hann vilji að saksóknarar skilji að hann hafi drepið fólkið „án samþykkis þess“.

Hann var handtekinn fyrir þremur árum þegar lögreglan var að rannsaka hvarf 23 ára konu. Hún hafði skrifað á Twitter að hún ætlaði að taka eigið líf. Eftir að tilkynnt var um hvarf hennar fékk bróðir hennar aðgang að Twitterreikningi hennar þar sem hann fann grunsamleg samskipti hennar við Shiraishi, það kom lögreglunni á slóð hans.

Þegar lögreglan réðst til inngöngu á heimili hans haustið 2017 kom í ljós að hann bjó í sannkölluðu hryllingshúsi. Um 240 líkamshlutar voru í frystinum og verkfærakassa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig