fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þurfti að æla og datt útbyrðis – Lifði af 28 klukkustundir í sjónum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 6. október 2020 22:30

Brett með félögum sínum áður en hann datt útbyrðis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferð tíu brimbrettakappa í apríl 2013 varð að sannkallaðri martröð fyrir Suður-Afríkumanninn Brett Archibald. Brett, sem var þá fimmtugur, fékk matareitrun um borð í bátnum sem þeir voru á. Þegar hann fór að borðstokknum um nóttina til að kasta upp fór allt úrskeiðis. Hann svimaði og rankaði ekki við sér fyrr en hann lenti í sjónum. Enginn tók eftir þegar hann féll útbyrðis og það liðu 28 klukkustundir þar til honum var bjargað fyrir kraftaverk.

Hann þjáðist þá af svo miklum vökvaskorti að hendur hans og fætur voru við það að leysast upp eftir svona langan tíma í söltum sjónum. Hann léttist um sex kíló á þessum 28 klukkustundum við að berjast fyrir lífi sínu.

Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að Brett hafi fengið matareitrun þegar hann var í tíu tíma siglingu með vinum sínum undan ströndum Indónesíu. Um klukkan 02.30 leið honum svo illa vegna matareitrunar að hann gat ekki annað en kastað upp. Hann ákvað að láta æluna vaða í sjóinn en það leið yfir hann við það og hann datt útbyrðis.

„Ég lá og sá ljósin á bátnum sem hvarf sjónum mínum. Ég öskraði. Ég öskraði af öllum lífs og sálarkröftum en áttaði mig fljótlega á að þeir myndu ekki heyra í mér.“

Í staðinn hófst baráttan við að lifa af. Hann varð að halda sér á floti næstu 28 klukkustundirnar á meðan handleggir hans og fætur urðu sífellt þróttminni. Hann fékk krampa en gat ekki leyft sér að slaka á.

Brett bjargað úr sjónum.

Til að reyna að halda sönsum fór hann í huganum yfir titla allra þeirra bóka og geisladiska sem hann átti. En ofskynjanir sóttu að honum og eitt sinn dottaði hann en vaknaði fljótt við háværa máfa sem höfðu komið auga á hann.

„Eitthvað slóst í höfuð mér. Ég lyfti því til að sjá hvað þetta væri og þá kom fugl og flaug beint á höfuð mér. Ég fann blóðið streyma niður nasirnar. Ég vissi hvað hafði gerst. Það var eins og einhver hefði lamið mig með hafnaboltakylfu.“

En fuglarnir voru ekki einu dýrin sem hann þurfti að glíma við í þessar 28 klukkustundir því hákarlar birtust einnig. Sá fyrsti eftir um 15 klukkustundir en þá fann Brett að eitthvað rakst í síðu hans. Hann áttaði sig þó fljótlega á að hér var um hákarl að ræða af tegund sem er ekki þekkt fyrir að ráðast á fólk.

13 klukkustundir til viðbótar liðu þar til martröðinni lauk en þá sáu áströlsk hjón hann í sjónum fyrir algera tilviljun. Þau höfðu heyrt af hvarfi hans og höfðu því augun opin. Hann fannst um 20 km frá þeim stað þar sem hann datt útbyrðis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“