fbpx
Mánudagur 19.apríl 2021
Pressan

Sívaxandi matarskortur meðal sýrlenskra barna

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. október 2020 19:30

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins sex mánuðum hefur þeim sýrlensku börnum, sem búa við matarskort, fjölgað um 700.000 og eru þau nú orðin 4,6 milljónir. Þetta kemur fram í tölum frá Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Þessi börn eiga á hættu að vera vannærð af því að foreldrar þeirra geta ekki útvegað þeim nægan mat. Matarskortur þýðir að börnin fá ekki nægan mat daglega eða þá að foreldrar þeirra geta ekki gefið þeim grænmeti, kjöt og ávexti að borða. Þetta getur orsakað vannæringu.

Vannæring veikir börnin andlega og líkamlega og dregur úr viðnámi þeirra gegn sjúkdómum.

Ástæðan fyrir þessu er aðallega borgarastyrjöldin í Sýrlandi sem hefur nú staðið yfir í tíu ár með tilheyrandi hörmungum, þar á meðal efnahagslegum. Auk þess var lokað fyrir allan flutning neyðaraðstoðar til landsins í júlí.

Ofan á þetta bætist heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur komið illa við margar af fátækustu og verst settu fjölskyldunum sem hafa nú engar tekjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns

Kínversk COVID-19 bóluefni veita ekki mjög mikla vernd að sögn kínversks embættismanns
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku

Ónæm malaríuafbrigði sækja í sig veðrið í Afríku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans

Selja hús Michael Schumacher til að greiða umönnunarkostnað hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lánaði unnustanum bílinn – Það endaði með ósköpum

Lánaði unnustanum bílinn – Það endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi

Bandaríkin fjölga í herliði sínu í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“

Kínverjar vara Bandaríkin við – „Standið ekki vitlausum megin við 1,4 milljarða Kínverja“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni

Þjóðverjar hætta við að gefa seinni skammtinn af AstraZeneca – Fólk fær annað bóluefni