fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Leikskólakennari dæmdur til dauða – Eitraði fyrir 25 börnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 20:35

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur leikskólakennari var nýlega dæmdur til dauða fyrir að hafa eitrað fyrir 25 börnum. Kennarinn, sem er kona, eitraði fyrir börnunum með hrísgrjónasúpu sem hún hafði sett saltpéturssýru út í. Eitt barn lést tíu mánuðum síðar af völdum eitrunar en það hafði legið á sjúkrahúsi allan tímann.

New York Post skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi gert þetta í hefndarskyni eftir deilur við vinnufélaga sinna. Dómstóll í Jiaozuo dæmdi konuna til dauða á mánudaginn. Konunni, sem heitir Wang Yun, er í dómsorði lýst sem „fyrirlitlegri og illri manneskju“ að sögn ríkisfjölmiðilsins Global Times.

Illvirkið framdi konan þann 27. mars 2019. Faðir eins barnanna sagði í samtali við Global Times að hann hefði flýtt sér á leikskólann þegar hann frétti að barn hans væri að kasta upp og svimaði.

„Það var æla á buxunum þeirra. Það voru önnur börn sem köstuðu líka upp og voru föl,“

sagði hann.

Saltpéturssýra er aðallega notuð til að salta kjöt. Hún er mjög eitruð og er einnig að finna í áburði, sprengiefni og skotfærum.

Fyrir dómi kom fram að Wang hefði einu sinni áður notað saltpéturssýru en það var 2017. Þá keypti hún hana á netinu og byrlaði eiginmanni sínum eftir rifrildi. Hann slapp með skrekkinn frá því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu