fbpx
Föstudagur 01.ágúst 2025
Pressan

Ert þú með erfðaefni úr Neanderdalsmönnum? Getur aukið líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 05:29

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötti hver Evrópumaður er með gen frá Neanderdalsmönnum í líkama sínum. Þetta gen þrefaldar líkurnar á að COVID-19 smit valdi alvarlegum veikindum. Í Afríku eru hins vegar sárafáir með þetta gen.

Af hverju verða sumir miklu veikari af COVID-19 en aðrir? Þessari spurningu hafa vísindamenn reynt að svara síðustu mánuði. Athyglin hefur meðal annars beinst að litningi 3. Í sumar var því slegið fast í stórri alþjóðlegri rannsókn að þetta afbrigði eykur líkurnar á að leggja þurfi smitaða inn á sjúkrahús og að þeir eigi erfitt með andardrátt. Niðurstöður nýrrar sænsk/þýskrar rannsóknar sýna að þetta gen líkist mjög samsvarandi geni úr um 50.000 ára gömlum Neanderdalsmanni sem fannst þar sem nú er Króatía.

Þetta afbrigði barst í nútímamanninn úr Neanderdalsmönnum þegar tegundirnar blönduðust fyrir um 60.000 árum. Hugo Zeberg, hjá Karólínsku stofnunni í Svíþjóð, segir þeir sem séu með þetta afbrigði séu allt að þrisvar sinnum líklegri til að enda í öndunarvél ef þeir smitast af kórónuveirunni sem veldur COVID-19.

Hann rannsakaði þetta ásamt Svante Pääbo hjá Max Planck stofnuninni í Þýskalandi. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í vísindaritinu Nature. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Þeir geta ekki sagt til með fullri vissu af hverju þessi gen úr Neanderdalsmönnum auka líkurnar á alvarlegum veikindum en sýndu fram á mikinn mun á milli heimsálfa hvað varðar útbreiðslu gensins. Í suðurhluta Asíu er þetta gen í um helmingi allra og í Evrópu í sjötta hverjum. Í austurhluta Asíu og nær allri Afríku er þetta gen eiginlega ekki að finna í fólki.

„Það er sláandi að arfur frá Neanderdalsmönnum hafi svo hörmulegar afleiðingar í þessum heimsfaraldri. Af hverju það er, verður að rannsaka sem fyrst,“

sagði Svante Pääbo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Í gær

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp

Er farið að slá út fyrir forsetanum? – Orð og nöfn sem Trump hefur gleymt eða segist hafa fundið upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt

Prestur ákærður fyrir fjársvik eftir að „guð sagði honum“ að selja söfnuði sínum verðlausa rafmynt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“

Leggja háar sektir á ferðamenn í ferðamannaparadísinni – „Þetta er á ábyrgð allra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt

Umdeild þingkona stendur með syni sínum sem er sakaður um að vanrækja barn sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins

Neitað að fara um borð vegna of stórrar tösku – Atvikið rataði á dagskrá þingsins