fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Brestir eru farnir að myndast í varnarvegg repúblikana vegna yfirvofandi ákæru á hendur Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 19:00

Baráttan um framtíð flokksins er hafin enda dagar Trump í Hvíta húsinu brátt taldir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo er að sjá að öldungadeild Bandaríkjaþings ætli að sjá til þess að Donald Trump, forseti, haldi embætti sínu þegar ákæra fulltrúadeildarinnar á hendur honum fyrir misnotkun valds verður tekin fyrir. Fulltrúadeildin gefur út ákæru í málinu en þingmenn öldungadeildarinnar mynda dóminn og greiða atkvæði um hvort fallist verður á kröfu fulltrúadeildarinnar um að Trump verði sviptur embætti. Flokksbræður hans í öldungadeildinni hafa öruggan meirihluta þar og því er erfitt að sjá að demókrötum verði ágengt við að koma Trump  frá völdum.

Fram að þessu virðist sem órofin samstaða hafi verið meðal repúblikana í öldungadeildinni um að verja Trump og greiða atkvæði gegn því að hann verði sviptur embætti. En nú eru farin að sjást merki um bresti í samstöðunni. Demókratar hafa þrýst á að öldungadeildin stefni vitnum fyrir dóm og að þar verði lögð fram skjöl sem tengjast málinu en það snýst um þá ákvörðun Trump að frysta hernaðaraðstoð við Úkraínu nema þarlend stjórnvöld reyndu að grafa eitthvað misjafnt upp um Joe Biden fyrrum varaforseta.

Það er öldungadeildin sjálf sem ákveður hvernig réttarhöldin fara fram því engar fastmótaðar reglur eru til um það. Það þarf 51 atkvæði til að tryggja að tillaga um fyrirkomulag réttarhaldanna verði samþykkt í deildinni en repúblikanar eru þar í meirihluta með 53 þingmenn en demókratar með 47. Eins og staðan er í dag virðast repúblikanar standa að baki leiðtoga sínum, Mitch McConnell, í deildinni og hugmyndum hans um að réttarhöldin verði sett af stað með þeim hætti að fyrst verði hlustað á rök frá Hvíta húsinu og Trump áður en ákveðið verður hver næstu skref verða.

En ekki eru allir þingmenn repúblikana sáttir við þetta og hafa tveir þingmenn gagnrýnt McConnell fyrir loforð hans um „fullt samstarf“ við Hvíta húsið á meðan réttarhöldin fara fram. Lisa Murkowski, þingmaður frá Alaska, segir að henni hafi brugðið við ummæli McConnell og segir að það eigi að tryggja ákveðna fjarlægð á milli Hvíta hússins og öldungadeildarinnar um hvernig réttarhöldin fara fram. Susan Collins, þingmaður frá Maine, segir að loforð McConnell sé óviðeigandi og segist reiðubúin til að heimila að vitni komi fyrir dóminn.

Til að Trump verði sviptur embætti þurfa 67 þingmenn að samþykkja það. Það þýðir að 20 þingmenn repúblikana verða að greiða atkvæði með embættismissi og að allir þingmenn demókrata verða að gera það. Ekki er þó öruggt að allir demókratar greiði atkvæði með embættismissi. Til dæmis hefur Doug Jones, þingmaður frá Alabama, sagt að hann sé ekki viss um hvernig hann muni greiða atkvæði, það séu bæði rök með og á móti að Trump verði sviptur embætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði