fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Sektaður um 2,8 milljónir fyrir að kasta myntum inn í flugvélahreyfil

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 19:30

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskur maður, sem var að fara í fyrstu flugferð sína, ákvað að kasta myntum inn í hreyfil flugvélarinnar, svona nokkurskonar „gangi þér vel“ myntum. En þetta reyndist þessum 28 ára manni dýrt því hann þarf að greiða flugfélaginu Lucky Air sem svarar til 2,8 milljóna íslenskra króna í bætur.

Flugfélagið neyddist til að hætta við flug með vélinni þar til flugvirkjar höfðu skoðað hreyfla hennar eftir að myntir fundust nærri öðrum hreyflinum. Maðurinn, Lu Chao, játaði að hafa kastað nokkrum myntum í hreyfilinn þegar hann var að ganga um borð í vélina á Anqing Tianzhushan flugvellinum í febrúar á síðasta ári.

BBC skýrir frá þessu.

Auk sektarinnar var Chao í gæsluvarðhaldi í 10 daga á meðan lögreglan rannsakaði málið. Fyrir dómi greip hann til varna og sagði að flugfélagið hefði átt að vara farþega við að ekki mætti kasta mynt í hreyfilinn.

Mál hans er ekki einsdæmi í Kína því mörg álíka mál hafa komið upp þar á síðustu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“