fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Góð laun, góðar barnabætur og lágir skattar á ungt fólk lokka Pólverja aftur til heimalandsins

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 20:00

Gdansk í Póllandi. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í átta ár hefur fækkað í hópi Pólverja sem búa og starfa utan heimalandsins. Meðal ástæðna þess er að barnabætur hafa verið hækkaðar, ungt fólk greiðir lágan skatt og laun hafa hækkað. Þetta hefur virkað og pólskir ríkisborgarar flytja aftur heim.

Samkvæmt nýjustu tölum frá pólsku hagstofunni fækkaði pólskum ríkisborgurum, sem búa utan heimalandsins, um 85.000 árið 2018. Nú búa tæplega 2,5 milljónir Pólverja utan heimalandsins. Financial Times skýrir frá þessu.

Tölurnar verða einnig að skoðast í því ljósi að það eru ekki eingöngu Pólverjar sem flytja heim því færri flytja úr landi en áður og því hefur þessi fækkun orðið. Pólskur efnahagur stendur vel, það er góður hagvöxtur, skortur á vinnuafli og þá sérstaklega í byggingariðnaði. Laun eru einnig ágæt en það kann að koma mörgum á óvart. Samkvæmt tölum frá Eurostat, tölfræðistofnun ESB, er kaupmáttur launa meiri í Póllandi en hann er í norrænum borgum á borð við Kaupmannahöfn og Stokkhólm.

Í Þýskalandi búa nú um 706.000 Pólverjar og eru hvergi fjölmennari utan landsteinanna. 2018 fækkaði Pólverjum í Bretlandi um 98.000 frá 2017. Ástæðan er Brexti og sú óvissa sem þá ríkti um þróun mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu