fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Tvö kornabörn fundust á götu úti á Englandi á laugardaginn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 07:02

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 06.15 á laugardaginn fannst nýburi látinn á gatnamótum Victoria Street og Old Commercial Road í Portsmouth. Lögreglan hóf þegar í stað rannsókn á málinu og gengu lögreglumenn meðal annars hús úr húsi á svæðinu og ræddu við íbúa.

Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Simon Baker, lögreglufulltrúa, að lögreglan hafi miklar áhyggjur af móður barnsins og vilji hafa uppi á henni svo hún geti fengið nauðsynlega aðstoð og umönnun. Hann hvatti einnig alla þá sem gætu vitað eitthvað um málið til að hafa samband við lögregluna.

Rétt fyrir hádegi á laugardaginn fannst annað yfirgefið barn í Dalston í Lundúnum en það var á lífi og var strax flutt á sjúkrahús. Lögreglan segir að augljóst hafi verið að barnið hafi ekki fæðst á sjúkrahúsi. Það var klætt í græn föt og var með húfu og vafið inn í hvítt prjónateppi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi