fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Alexandria er í fararbroddi kosningabaráttu Bernie Sanders – Hyggur hún á forsetaframboð síðar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 08:01

Alexandria Ocasio-Cortez Vonarstjarna Demókrata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fljótlega fer forval demókrata, fyrir forsetakosningarnar í haust, í Iowa fram. Joe Biden hefur lengst af mælst með mest fylgi frambjóðendanna en nú hefur orðið breyting á því Bernie Sanders mælist með mesta fylgið.

Des Moines Register skýrir frá þessu. Blaðið gefur einnig í skyn að þessi óvænta fylgisaukning Sanders sé ekki síst að þakka staðgengli hans þessa dagana, hinni þrítugu Alexandria Ocasio-Cortez (AOC), sem er þingmaður Bronx í New York í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Hún kemur nú fram á kosningafundum fyrir hönd Sanders sem verður að sækja þingfundi öldungadeildarinnar í Washington D.C. þar sem réttarhöld standa yfir vegna ákæru á hendur Donald Trump, forseta, fyrir misnotkun valds. Þingmenn öldungadeildarinnar eru kviðdómendur í réttarhöldunum.

Þetta þýðir að Sanders og þrír aðrir öldungadeildarþingmenn demókrata, sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðandi flokksins, geta ekki tekið þátt í hinum mikilvæga endaspretti kosningabaráttunnar í Iowa en þar fer forvalið fram 3. febrúar.

Þetta veitir hinum frambjóðendunum ákveðið forskot í Iowa og hugsanlega einnig í New Hampshire þar sem forval fer fram á eftir Iowa.

Sanders fékk AOC, eins og hún er oft kölluð, til að taka að sér kosningabaráttuna á meðan hann situr í kviðdómi. Það virðist svo sannarlega hafa skilað árangri.

„AOC stendur sig miklu betur en ég get.“

Hefur Des Moines Register eftir Sanders.

Margir töldu að Sanders væri úr leik í baráttunni þegar hann fékk vægt hjartaáfall í lok september. En þessi elsti frambjóðandi forvalsins var fljótur að jafna sig. Þegar AOC lýsti yfir stuðningi við hann nokkrum dögum síðar jukust vinsældir hans mikið. Hún er gríðarlega vinsæl í Bandaríkjunum, sérstaklega meðal ungs fólks og minnihlutahópa, og þykir mjög mælsk og koma vel fyrir. Haft hefur verið á orði að repúblikanar óttist engan demókrata eins mikið og AOC. Þeir hafa margoft gert harðar árásir á hana en þær hafa flestar ef ekki allar sprungið í andlit þeirra sjálfra og valdið þeim meira tjóni en ávinningi.

Kosningabarátta Sanders fer fram undir slagorðinu „No me, Us“ (ekki ég, við) og því passar vel að AOC tali fyrir hönd Sanders.

„Það skiptir engu hver talar. Það er boðskapurinn sem er mikilvægur. Hann er að Bandaríkin eru reiðubúin fyrir alveg nýja tíma. Bernie og AOC tala til okkar, fyrir okkur. Þau tala ekki um sig sjálf. Ég hlakka til Bandaríkja þar sem allir, óháð bakgrunni þeirra, hafa sömu möguleikana.“

Sagði Josh Bellman, stuðningsmaður Sanders, í samtali við Des Moines Register.

AOC er of ung til að geta boðið sig fram til forseta að þessu sinni. Des Moines segir að orðrómur sé um að hún hyggist bjóða sig fram í forsetakosningunum 2024 en þá verður hún orðin 35 ára en það er lágmarksaldur til að bjóða sig fram til forseta samkvæmt stjórnarskránni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa