fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
Pressan

Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 26. janúar 2020 21:12

Kobe Bryant ásamt dóttur sinni Giönnu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gianna Maria Onore, þrettán ára gömul dóttir körfuboltamannsins Kobe Bryant, var einnig um borð í þyrlunni sem hrapaði í Calabasas í Kaliforníu í dag. Eins og greint hefur verið frá lést Kobe, einn besti körfuboltamaður sögunnar, í slysinu. Hann var 41 árs.

Sjá einnig: Kobe Bryant látinn eftir þyrluslys

Í frétt TMZ kemur fram að Kobe, dóttir hans og fylgdarlið hafi verið á leið á körfuboltaæfingu hjá Mamba Academy þegar slysið varð. Staðfest hefur verið að fimm séu látnir eftir slysið.

Kobe Bryant er fjórði stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Á ferli sínum skoraði hann til að mynda fleiri stig en sjálfur Michael Jordan. Kobe komst 18 sinnum í stjörnuliðið og vann fimm NBA-titla auk þess sem hann var tvisvar valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

Óhætt er að segja að fjölmargir séu í sárum vegna þessara frétta, enda var Kobe einstaklega vel liðinn bæði innan vallar sem utan. Donald Trump Bandaríkjaforseti birti tíst nú í kvöld þar sem hann sagði þetta skelfilegar fréttir.

Kobe Bryant var kvæntur Vanessu Bryant, en saman eignuðust þau fjórar dætur; Giönnu sem var einnig um borð í þyrlunni, Nataliu, Biancu og Capri sem fæddist í fyrrasumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Drama í Davos – Baulað á viðskiptaráðherrann og forseti Seðlabanka Evrópu gekk út

Drama í Davos – Baulað á viðskiptaráðherrann og forseti Seðlabanka Evrópu gekk út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grátklökkur Harry segir konunglegt líf eiginkonunnar hafa verið algjör eymd

Grátklökkur Harry segir konunglegt líf eiginkonunnar hafa verið algjör eymd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neglurnar eftir æfingu eru 10 sinnum óhreinni en klósettseta

Neglurnar eftir æfingu eru 10 sinnum óhreinni en klósettseta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmulegar fréttir af unga piltinum sem var bitinn af hákarli

Hörmulegar fréttir af unga piltinum sem var bitinn af hákarli
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona sökuð um kynferðislega áreitni í lest

Kona sökuð um kynferðislega áreitni í lest
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump-tollarnir bitna nánast alfarið á Bandaríkjamönnum samkvæmt nýrri rannsókn

Trump-tollarnir bitna nánast alfarið á Bandaríkjamönnum samkvæmt nýrri rannsókn