fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Pressan

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 07:01

Great Baskin Island. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt þér draum um að búa mitt í náttúrunni og þurfa ekki að borga fyrir húsnæði né uppihald þá er tækifæri til að láta drauminn rætast núna. Það vantar par eða vini til að reka kaffihúsið á eyjunni Great Blasket Island sem er við strendur Írlands og til að sjá um útleigu á þremur sumarhúsum sem þar eru.

Það eru írsku ferðamálasamtökin sem auglýsa eftir fólki á Twitter til að sjá um þetta frá 1. apríl og út október. Í auglýsingu frá samtökunum segir að húsnæði og uppihald sé í boði.

Ekki kemur fram hvort laun séu einnig í boði en það er auðvitað ekkert annað að gera fyrir áhugasama en að setja sig í samband við samtökin og óska eftir frekari upplýsingum.

Rétt er að hafa í huga að það er ekkert heitt vatn á eyjunni. Ekki kemur fram hvort netsamband sé þar. Eyjan er rúmlega 4 ferkílómetrar að stærð og bíður upp á margt fyrir náttúruunnendur.

CNN segir að margir hafi áhuga á starfinu en um 7.000 umsóknir hafa nú þegar borist. Það er því bara að hafa hraðar hendur og senda inn umsókn. Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum um starfið með því að senda tölvupóst til: info@greatblasketisland.net.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi