fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Vandinn er staðreynd.“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough segir að loftslagsvandinn sé staðreynd og skilur ekki hvers vegna er ekki gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Hann segir að nú þurfi að grípa til aðgerða, tíminn sé orðinn krítískur.

BBC skýrir frá þessu. Meðalhitastig á jörðinni hefur hækkað um eina gráðu að meðaltali og segir Attenborough að augljóst samhengi sé á milli þessarar hlýnunnar og gróðureldanna í Ástralíu.

„Suðaustur Ástralía logar. Mörg þúsund manns þjást. Þurfum við fleiri sannanir?“

Ef ríki heims halda áfram að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið í sama mæli og þau gera í dag mun meðalhitastigið á jörðinn líklega hækka enn frekar á næstu 80 árum og verða um þremur gráðum hærra en áður var. Loftslagssérfræðingar hafa miklar áhyggjur af þessu og segja að ef hitinn hækkar um 1,5 gráður muni það hafa í för með sér mikil flóð og hitabylgjur og öfgafyllra veðurfar.

„Í 30 ár hef ég sagt að það liggi á en við höfum enn tíma til að snúa þessu við. Þeim mun lengur sem við bíðum, þeim mun erfiðara verður þetta.“

Sagði Attenborough sem sagði að næstu tvö til þrjú ár verði mjög mikilvæg. Yngri kynslóðirnar skilji að hér sé raunveruleg ógn á ferð en eldri kynslóðirnar átti sig ekki á umfanginu.

„Kynslóðin mín hefur klúðrað þessu. Unga fólkið skilur að alvarleg vandamál steðja að ef við gerum ekki breytingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda

Óvæntar vendingar í sænsku kynferðisbrotamáli – Grunur beinist að meintum þolanda
Pressan
Í gær

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám