Þriðjudagur 18.febrúar 2020
Pressan

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef köttur er í sama herbergi og lík af manneskju eru miklar líkur á því að kisi fái sér bita.“ Þessi umdeilda yfirlýsing um ketti sem éta fólk var kveikjan að bókinni „Myndi Flyffi éta mig, ef ég myndi deyja?“ sem skrifuð er af réttarmeinafræðingi.

Samkvæmt Washington Post er stutta svarið við þessari spurningu, já. Í nýrri skýrslu er sýnt fram á það með myndum að kettir myndu borða lík. Vísindamenn hafa skoðað mörg tilfelli þar sem köttur hefur verið í sama herbergi og lík og í öllum tilfellum voru kettirnir byrjaðir að éta líkið. Þetta hefur að sjálfsögðu allt gerst í aðstæðum sem var stjórnað af vísindamönnunum og öll líkin voru gefin af Colorado Mesa University.

Það sem er áhugaverðast við þessa rannsókn er að til þessa hefur verið litið á ketti sem veiðidýr, en ekki hræætur, en á eftirlitsmyndavélum sem notaðar voru við rannsóknina má greinilega sjá að kettirnir átu líkin stuttu eftir andlát.

„Kenningin er að kettir séu matvandir. Ef þeir finna eitthvað sem þeim finnst gott að borða, halda þeir sig við það“, segir Sara Garcia, sem stendur fyrir rannsókninni. Samkvæmt henni völdu kettirnir alltaf sama líkið, þrátt fyrir að þeir hefðu úr nokkrum að velja.

Dýralæknir frá University of California segir í viðtali við Washington Post að hegðun kattanna komi henni ekki á óvart. „Við áttum kött sem við fengum eftir að eigandinn lést og í skýrlu um andlát eigandans kemur fram að kötturinn hafði étið nef hans. Það er ekkert athugavert við það, svona er þetta bara“.

Melissa Conner, sem er réttarmeinafræðingur og vinnur að verkefninu, segir að uppgötvunin hafi ekki breytt sín hennar á ketti. „Þeir leita að mat og ef þeir finna lík þá éta þeir það. Ef þú værir svangur, myndir þú ekki borða það sem væri í boði?“, spyr hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni

27 handteknir í Danmörku – Reyndu að smygla 100 kílóum af kókaíni
Pressan
Í gær

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn

Fimm ára hetja bjargaði systur sinni úr brennandi húsi – Fór aftur inn og sótti hundinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing

Enn eitt vandamálið með nýtt geimfar Boeing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra

Fengu 2.000 ára gömul fræ til að spíra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“

Lögreglumaður segir hvarf Madeleine McCann „óleysanlegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst

Lá dáinn í 428 daga í íbúð sinni áður en hann fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött

Geimherinn segir að rússneskir gervihnettir elti bandarískan gervihnött
Fyrir 5 dögum

Víða gott að dorga þessa dagana

Víða gott að dorga þessa dagana