fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Bjóða upp á papparúm í Ólympíuþorpinu í Tókýó – Þola ágætlega kynlífsiðkun ef aðeins tveir taka þátt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. janúar 2020 07:02

Eitt af hinum sterkbyggðu rúmum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. júlí hefjast Ólympíuleikarnir í Tókýó en þetta er í 32. sinn sem Ólympíuleikar nútímans fara fram. Um 11. 000 íþróttamenn mæta þá til leiks en þátttaka á Ólympíuleikum er hátindur ferlis margra. Að vanda verður sérstakt Ólympíuþorp í notkun á meðan leikarnir standa yfir en þar munu íþróttamennirnir búa.

Nýlega voru rúmin, sem „þorpsbúum“ verður boðið upp á, kynnt fyrir fjölmiðlum. Umhverfisvæn rúm í meira lagi því þau eru úr pappa. Dýnurnar eru úr endurunnu plasti. Sumir óttast að rúmin verði ekki góð til svefns og enn aðrir hafa áhyggjur af að þau muni henta illa til kynlífsiðkunar.

Það hefur lengi loðað við Ólympíuleikana að þátttakendurnir séu duglegir þegar kemur að kynlífsiðkun og til dæmis sagði breski borðtennisspilarinn Matthew Syed frá því í lesendabréfi í The Times árið 2008 að leikarnir væru eins og kynlífshátíð. Hann sagði að þegar hann tók fyrst þátt í Ólympíuleikum, í Barcelona 1992, 21 árs að aldri hafi hann varla haft undan að stunda kynlíf þrátt fyrir að vera ekkert augnakonfekt.

En papparúmin falla misjafnlega í kramið hjá þátttakendunum. Til dæmis tjáði ástralski körfuknattleiksmaðurinn Andrew Bogut sig um þau á Twitter.

„Fín hugmynd . . . þar til íþróttamennirnir hafa lokið keppni og þær þúsundir smokka, sem verður útdeilt í þorpinu, verða teknir í notkun.“

Bogut vegur sjálfur 120 kg og er 213 sm. Það verður því ákveðin áskorun fyrir hann að sofa í svona rúmi því þau eru bara 210 sm að lengd. Hámarksburðarþol þeirra er 200 kg.

En fyrirtækið Airweave, sem framleiðir rúmin, hefur ekki áhyggjur af burðarþolinu. Talsmaður þess sagði að margar tilraunir hafi verið gerðar á burðarþolinu og að svo lengi sem það séu bara tveir í rúminu þá eigi það að þola þyngdina.

18.000 rúm hafa verið framleidd en auk íþróttamanna munu þjálfarar, starfsmenn og margir aðrir búa í Ólympíuþorpinu.

Þegar síðustu leikar fóru fram í Rio de Janeiro var um hálfri milljón smokka deilt út til gesta Ólympíuþorpsins. Það verður því spennandi að sjá hvort papparúminu standi fyrir sínu þegar fjör færist í leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?